Eining sérfræðiþjónusta
fyrir foreldra/forsjáraðila skólabarna, effs
Er barnið þitt að glíma við hegðunaráskoranir og /erfiðleikar heima, í skólanum eða frístundum?
Eining sérfræðiþjónusta aðstoðar foreldra/forsjáraðila og skóla við að finna lausnir í umhverfinu sem mæta rétti og þörfum barnsins.
Lögð er áhersla á persónulega aðstoð sem byggð er á faglegum grunni, virðingu og trausti.
,,Dóttir mín lenti í ógöngum í kjölfar móðurmissis. Auk djúprar sorgar og söknuðar einkenndist hegðun hennar og líðan af gríðarlegu tilfinningalegu ójafnvægi sem birtist m.a. í ofsafengnum reiðiköstum og ýmis konar hegðunarvandamálum í skóla. Í þessum raunum munaði mest um aðstoð og ráðgjöf Siggu Möttu enda öllum hnútum kunnug varðandi þau úrræði sem bjóðast, ekki síst þeirra réttinda sem börn/foreldrar njóta í síflóknara lagaumhverfi skólakerfisins en er þeim oft hulin. Þá var ómetanlegt að hafa SM með til stuðnings á ýmsum fundum með fagaðilum svo sem skólasstjórnendum og ýmsum félagsmálafulltrúum og öðrum sérfræðingum. Mæli heilshugar með þjónustu og aðstoð frá Einingu-sérfræðiþjónustu!”
Guðmundur, faðir.
,,Það var frábært að hafa Sigríði með sér á skólafundum. Hún hefur einstaklega góða þekkingu og skilning á ADHD og er einnig með lög og reglur í sambandi við skólastarf á hreinu. Skýr, ákveðin og fagmannleg. Kærkomin stuðningur.”
Lena, móðir 14 ára barns.